Yfirlýsing frá Eyverjum

26.02.2018

Eyverjar þakka sitjandi bæjarstjórn fyrir kjörtímabilið sem nú er að líða undir lok. Bærinn blómstrar sem aldrei fyrr og mikil uppbygging hefur átt sér stað. Bæjarstjórinn okkar er einn sá duglegasti og öflugasti á landinu og þökkum við honum fyrir vel unnin störf. Við viljum sérstaklega þakka Eyverjunum Trausta, Hildi Sólveigu og Birnu fyrir sín störf í bæjarstjórn, þau hafa vissulega komið með ferskan blæ í pólitíkina.
Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum hefur alltaf treyst ungu fólki til ábyrgðarstarfa. Í fagráðunum fjórum sitja 32 sjálfstæðismenn sem aðal- og varamenn og af þeim er helmingurinn á Eyverja aldri. Því viljum við skora á uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að velja áfram ungt fólk ofarlega á listann til áhrifa.
 

Áfram Vestmannaeyjar og áfram ungt fólk!
 

Stjórn Eyverja