Stefna Sjálfstæðisflokksins á mannamáli

12.04.2013
Stefna Sjálfstæðisflokksins á mannamáli

 

 

Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtímabili eru:

 

 

Að lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur.

Hvernig: Með því að afnema þriggja þrepa tekjuskattskerfi og lækka tekjuskatta. Lækka verðið á innkaupakörfunni og bensíni með lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og eldsneytisgjalds.

 

Að taka á skuldavanda heimilanna.

Hvernig: Með raunhæfum lausnum sem geta lækkað höfuðstól lána um allt að 20% á næstu árum og hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar.

 

Að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins.

Hvernig: Með skattalækkunum, afnámi gjaldeyrishafta, öflugu einkaframtaki, rýmri löggjöf um erlendar fjárfestingar, nýsköpun og með því að draga úr ríkisafskiptum og miðstýringu.

 

Það er gríðarlega mikilvægt að fólk fái tækifæri til að geta unnið vinnuna sína, verið duglegt og afkastamikið og séð vinnu erfiðisins skila sér í heimilisbókhaldinu.

Það sé hvetjandi að vera duglegur og vinnusamur.

 

Kerfið má einfaldlega ekki vera þannig að það sé vinnuletjandi og skattkerfið svo flókið að maður þurfiað vera endurskoðandi til að skilja það.

 

Ríkisstjórn landsins má ekki á þessum erfiðu tímum eyða tíma og fjármagni í málefni sem eru ekki efst á forgangslista almennings. Það gengur ekki að á þessum tímum sé sköpuð pólitísk óvissa um stærstu atvinnugreinar landsins, með látlausri gjaldtöku, skattheimtu og letjandi aðgerðum fyrir atvinnulífið.

 

Trausti Hjaltason

8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.