Eyverjasalurinn

Húsakynni Eyverja við Heimagötu 35 eða Eyverjasalurinn eins og þau eru nefnd í daglegutali eru þau glæsilegustu sem þekkjast meðal ungliðahreyfinga á landinu. Salurinn er staðsettur á neðrihæð Ásgarðs sem er samkomuhús Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum salurinn er um 120 m² og þar er góð aðstaða til samkomu og fundarhalda þar er einnig fullbúið snoker borð.
Eyverjar festu kaup á kjallaranum árið 1989 var ekki byrjað að vinna í honum fyrr en árið 1996. Þá hafði félagið fest kaup á brunni hússins og stækkað þannig aðstöðu sína til muna. Vann ný stjórn ásamt velunnurum baki brotnu við að innrétta salinn og var markmiðið að klára hann fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 1998.
 
 
 
Unnið er að breytingum og lagfæringum á salnum, stefnan er að vera með hann nothæfann í sumar, 2015.